Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu