Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:29 Rannsakendurnir telja að bottarnir sem þeir fundu og Corbyn naut góðs af séu aðeins toppur ísjakans þegar kemur að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Vísir/EPA Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá. Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira