Norsk laxeldisfyrirtæki féllu í verði vegna áforma um auðlindagjöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:29 Fiskeldi í sjókvíum er atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á Íslandi á síðustu árum. Frá sjókvíaeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira