Erlent

Trump leggur til að þeir Kim hittist í Kóreu

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Trump leggur til að þeir Kim hittist í Kóreu
Trump leggur til að þeir Kim hittist í Kóreu Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til, á Twitter-síðu sinni í dag, að fundur hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu yrði haldinn á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja. Kim átti fund þar með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu síðastliðinn föstudag. 

Mörg lönd hafi verið nefnd sem hugsanlegir fundarstaðir en myndi Friðarhúsið á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja ekki vera heppilegast spyr Trump.

Ráðgjafar Trump hafa varað forsetann við því að vera of bjartsýnn þrátt fyrir sögulegan fund þeirra Kim og Moon í síðustu viku og yfirlýsingar um afkjarnorkuvæðingu af hálfu Norður-Kóreu.

Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi forstjóri CIA, Mike Pompeo sagði stjörnvöld ekki ætla að blekkjast. „Við þekkjum söguna og munum semja á annan veg en áður. Við þurfum að sjá sönnun fyrir afkjarnorkuvæðingu, ekki eintóm loforð,“ sagði Pompeo í viðtali við fjölmiðilinn ABC.

Trump var orðaður við Friðarverðlaun Nóbels á kosningafundi sínum í Michigan á laugardag og forseti Suður-Kóreu tekur í sama streng.

„Trump má taka Friðarverðlaunin. Það sem við þurfum er aðeins friður,“ sagði Moon samkvæmt fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnar hans. 


Tengdar fréttir

Stórt skref í átt að friði

Allra augu voru á leiðtogum Norður- og Suður-Kóreu er þeir funduðu í gær. Fundurinn þykir vel heppnaður. Kóreustríðið senn á enda eftir 65 ára vopnahlé.

Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim

Verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með einræðisherra Norður-Kóreu. Styttist í leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Enn styttra í leiðtogafund ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Samið var um beina sjónvarpsútsendindgar frá fundinum.

Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×