Ungt knattspyrnufólk á betra skilið frá KSÍ Benedikt Bóas skrifar 20. apríl 2018 08:00 Sitjandi eru þeir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fyrir aftan eru leikmenn liða sem voru boðuð á fundinn, þar á meðal liðið með bjórauglýsinguna. Slíkt féll í grýttan jarðveg hjá samtökum foreldra gegn áfengisauglýsingum. Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira