Afvopnaði nakta byssumanninn og bjargaði lífi Vöffluhússgesta Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:00 James Shaw Jr. á blaðamannafundi í gær. Vísir/Epa Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57