Prins er fæddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:10 Hér sjást Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja frumsýna frumburð sinn, Georg prins, fyrir utan St Mary's-sjúkrahúsið þann 23. júlí 2013. Vísir/AFP Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent