
Katrín var lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London snemma í morgun en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015. Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvers kyns barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Drengurinn er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar.
Welcome to the family. pic.twitter.com/nKSd5kh5bZ
— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018