Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45