Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 14:54 Rouhani dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú. Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú.
Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27