Minnsti sendibíllinn er Ford Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2018 06:00 Ford Fiesta í sendibílsformi. Sendibílar eru yfirleitt fremur stórir bílar og í Bandaríkjunum gerast þeir vart minni en Ford Transit eða Nissan NV200. Í Evrópu er málum öðruvísi farið og finna má marga fremur smáa sendibíla eins og Renault Kangoo og Volkswagen Caddy. Líklega er þó sá allra minnsti í formi Ford Fiesta Van, en hann er bara venjulegur Ford Fiesta smábíll með enga aftari hliðarrúðu. Eðlilega er ekki mikið flutningsrými í þessum bíl, en þar sem hann er ekki með aftursæti þá ber hann samt hálft tonn af vörum og það dugar mörgum.Í boði í hartnær áratug Kaupendur þessa litla sendibíls geta valið um fjóra vélarkosti, tvær dísilvélar og tvær bensínvélar. Auk þess er bíllinn ferlega vel búinn tæknilega og hægt að fá í hann allt sem býðst í venjulegum Fiesta-fólksbíl. Það er einn af kostum þess að bjóða sendibíl sem í grunninn er bara venjulegur fólksbíll og það af bílgerð sem selst í ógnarmagni um allan heim og er því til í fjöldamörgum útfærslum. Þetta er önnur kynslóð Ford Fiesta sem býðst sem sendibíll, en fá mátti einnig síðustu kynsóð bílsins sem sendibíl. Svo vel tókst til við að selja hann að Ford ákvað að bjóða þessa síðustu kynslóð einnig í þessu formi. Því hefur Fiesta nú verið í boði sem sendibíll í næstum heilan áratug. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Sendibílar eru yfirleitt fremur stórir bílar og í Bandaríkjunum gerast þeir vart minni en Ford Transit eða Nissan NV200. Í Evrópu er málum öðruvísi farið og finna má marga fremur smáa sendibíla eins og Renault Kangoo og Volkswagen Caddy. Líklega er þó sá allra minnsti í formi Ford Fiesta Van, en hann er bara venjulegur Ford Fiesta smábíll með enga aftari hliðarrúðu. Eðlilega er ekki mikið flutningsrými í þessum bíl, en þar sem hann er ekki með aftursæti þá ber hann samt hálft tonn af vörum og það dugar mörgum.Í boði í hartnær áratug Kaupendur þessa litla sendibíls geta valið um fjóra vélarkosti, tvær dísilvélar og tvær bensínvélar. Auk þess er bíllinn ferlega vel búinn tæknilega og hægt að fá í hann allt sem býðst í venjulegum Fiesta-fólksbíl. Það er einn af kostum þess að bjóða sendibíl sem í grunninn er bara venjulegur fólksbíll og það af bílgerð sem selst í ógnarmagni um allan heim og er því til í fjöldamörgum útfærslum. Þetta er önnur kynslóð Ford Fiesta sem býðst sem sendibíll, en fá mátti einnig síðustu kynsóð bílsins sem sendibíl. Svo vel tókst til við að selja hann að Ford ákvað að bjóða þessa síðustu kynslóð einnig í þessu formi. Því hefur Fiesta nú verið í boði sem sendibíll í næstum heilan áratug.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent