Barátta dólganna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun