Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:39 Félagi í glæpagengi í Gvatemala tekinn höndum. Morðóð gengi hafa vaðið upp í mörgum ríkjum í Rómönsku Ameríku undanfarin ár. Vísir/AFP Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017. Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017.
Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira