Mörkin úr leik Vals og KR má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni en þar tryggði Tobias Thomsen Val sigurinn í uppbótartíma eftir að Pálmi Rafn Pálmason hafði jafnað skömmu áður.
Guðmundur Benediktsson og Reynir Leósson lýstu leiknum og má sjá alla dramatíkina undir þeirra lýsingu hér að neðan en dramatíkin var allsráðandi í tveimur fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar þetta sumarið.
Stjarnan virtist vera búinn að ná að klára nýliða Keflavíkur með tveimur mörkum frá Hilmari Árna Halldórssyni en gestirnir héldu ótrauðir áfram og náðu að jafna áður en yfir lauk.
Frans Elvarsson jafnaði með þrumufleyg eftir að Ísak Ólafsson hafði minnkað munin en öl mörkin úr Garðabænum má sjá hér ofar í fréttinni.
Spilist ekki myndbandið úr leik Vals og KR er hægt að horfa á það með því að smella hér.