Þröngt lýðræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. apríl 2018 10:00 Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun