Hollywood-leikstjóri segir heimalandið „rasískara en andskotinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 11:32 Waititi rifjaði meðal annars upp að búðareigandi sem hann vann fyrir sem barn hafi spurt hann hvort að hann sniffaði lím, eingöngu vegna þess að hann var af maóraættum. Vísir/AFP Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira