Buffon um Oliver dómara: Með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Gianluigi Buffon og Michael Oliver. Vísir/Getty Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira
Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira