Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. apríl 2018 07:30 Guðlaugur Þór gantaðist með meint reynsluleysi Þorgerðar Katrínar. Vísir/Vilhelm Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira