Óttast blikur á lofti á hægri vængnum um EES Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 14:24 Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07
Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45