Einar Andri: Guðjón L var búinn að fletta þessu upp í reglubókinni sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2018 18:09 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. vísir/eyþór „Við byrjuðum af krafti og spiluðum vel. Við lögðum allt í þetta en FH-ingar eru sterkari en við líkt og í síðasta leik og í vetur. Við töpuðum bara fyrir betra liði og þurfum að horfast í augu við það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH í dag sem sendi Mosfellinga í sumarfrí. Undir lok leiksins átti sér stað sérstakt atvik þar sem leikmenn Aftureldingar voru of margir inni á vellinum og fengu fyrir það brottvísun. Einar Andri var ekki allskostar sáttur og uppskar aðra brottvísun frá eftirlitsmanninum, Guðjóni L. Sigurðssyni. „Ég var ekkert að kvarta í dómurunum. Það var vitlaus skipting og leikmaðurinn sem fattaði það hleypur út af og það er aðal varnarmaðurinn í liðinu sem við viljum hafa inni á vellinum.“ „Yfirleitt þegar of margir eru inná fær bekkurinn að velja hver fer út en Guðjón L. Sigurðsson var búinn að lesa þetta allt út og fletta upp í reglubókinni sinni og fann þetta út,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar mættu til leiks fyrir tímabilið með vel mannað lið sem búist var við töluvert miklu af en staðreyndin er sú að þeir eru komnir í sumarfrí eftir tap í 8-liða úrslitum. „Þetta eru virkileg vonbrigði, við ætluðum okkur stærri hluti. Við byrjuðum tímabilið illa en lékum síðan vel á löngum kafla og náðum að koma okkur í þokkalega stöðu í deildinni. Við erum búnir að vera með mannskapinn okkar í nokkrar vikur í þokkalegu standi og höfðum trú á að við gætum spilað betur.“ „FH-ingar voru einfaldlega betri og við þurfum að horfast í augu við það. Það má hrósa þeim og óska þeim góðs gengis í framhaldinu,“ sagði Einar Andri að lokum og bætti við að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti og spiluðum vel. Við lögðum allt í þetta en FH-ingar eru sterkari en við líkt og í síðasta leik og í vetur. Við töpuðum bara fyrir betra liði og þurfum að horfast í augu við það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir tapið gegn FH í dag sem sendi Mosfellinga í sumarfrí. Undir lok leiksins átti sér stað sérstakt atvik þar sem leikmenn Aftureldingar voru of margir inni á vellinum og fengu fyrir það brottvísun. Einar Andri var ekki allskostar sáttur og uppskar aðra brottvísun frá eftirlitsmanninum, Guðjóni L. Sigurðssyni. „Ég var ekkert að kvarta í dómurunum. Það var vitlaus skipting og leikmaðurinn sem fattaði það hleypur út af og það er aðal varnarmaðurinn í liðinu sem við viljum hafa inni á vellinum.“ „Yfirleitt þegar of margir eru inná fær bekkurinn að velja hver fer út en Guðjón L. Sigurðsson var búinn að lesa þetta allt út og fletta upp í reglubókinni sinni og fann þetta út,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar mættu til leiks fyrir tímabilið með vel mannað lið sem búist var við töluvert miklu af en staðreyndin er sú að þeir eru komnir í sumarfrí eftir tap í 8-liða úrslitum. „Þetta eru virkileg vonbrigði, við ætluðum okkur stærri hluti. Við byrjuðum tímabilið illa en lékum síðan vel á löngum kafla og náðum að koma okkur í þokkalega stöðu í deildinni. Við erum búnir að vera með mannskapinn okkar í nokkrar vikur í þokkalegu standi og höfðum trú á að við gætum spilað betur.“ „FH-ingar voru einfaldlega betri og við þurfum að horfast í augu við það. Það má hrósa þeim og óska þeim góðs gengis í framhaldinu,“ sagði Einar Andri að lokum og bætti við að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - FH 23-27 | FH komið í undanúrslit FH er komið í undanúrslit Olís-deildarinnar eftir þægilegan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 27-23 og Mosfellingar komnir í sumarfrí. 15. apríl 2018 18:15