Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 08:30 Gianluigi Buffon fagnar eftir sigur Juventus í ítölsku deildinni um helgina. Vísir/Getty Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira
Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira