Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Veiðifélög taka afstöðu gegn sjókvíaeldi á laxi. VÍSIR/ANTON BRINK „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00
Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37