Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Kim Jong-un hefur væntanlega tekið vel á móti Pompeo. Vísir/Getty Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49
Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08