Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. apríl 2018 08:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur sagt að skipafloti hans fari til veiða að nýju í sumar. Fréttablaðið/Anton Brink Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05