Brátt sér fyrir endann á deilu um fjögurra bita súkkulaðikex Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:10 Vitneskja Evrópubúa um fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle er sögð ekki nægja til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Vísir/Getty Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira