Ronaldo hefur í raun aldrei talað um af hverju hann sé ekki með í tattúmenningunni en Mirror segir að ástæðan sé líklega sú að Ronaldo sé blóðgjafi.
Ronaldo hefur reglulega talað um hversu mikilvægt það sé að gefa blóð og hefur hvatt aðra til þess að gera það. Sjálfur gaf hann blóð að minnsta kosti tvisvar á síðasta ári.
Celebration time…Join me and give a gift for life! Sign up to donate blood and plasma at https://t.co/4kjqXfhE25pic.twitter.com/yIWgzp5PZG
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) December 30, 2017
Ronaldo er ekki bara blóðgjafi heldur hefur hann einnig gefið beinmerg. Hann ákvað að gera það er sonur vinar hans hjá landsliðinu veiktist. Þá gaf hann beinmerg og er til í að gera það aftur.