Ólafur leyfir fólki að fylgjast aðeins með álaginu á hans leikmenn á undirbúningstímabilinu en hann hefur sagt frá æfingaplönum liðsins inn á Twitter.
Í nýjustu dagskrá færslu FH-þjálfarans þá segir Ólafur frá því hvernig þetta verður hjá FH-liðinu á síðustu fjórum vikunum fram að móti.
Þar kemur fram að FH-strákarnir fá aðeins fjóra daga í frí á næstu 26 dögum og að FH-liðið muni spila fjóra æfingaleiki fram að fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
26 dagar í fyrsta leik í @pepsideildin. 18 æfingar, 4 frídagar, 4 ÆFINGAleikir; @FCStjarnan 05.04. @selfossfotbolti 11.04.@LeiknirRvkFC 14.04.@IBVsport 22.04.
Skemmtilegasta sumardeild í heimi. Fáum HM sem krydd í tilveruna. Gerist ekki betra.
— OliK (@OKristjans) April 2, 2018
Það er gott hljóð í Ólafi sem getur ekki beðið eftir því að „skemmtilegasta sumardeild í heimi“ hefjist.
Fyrsti leikur FH í Pepsi-deildinni verður á móti Grindavík laugardaginn 28. apríl næstkomandi.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig álagið hefur verið á leikmenn FH-liðsins það sem af er árinu.
85 dagar að baki frá áramótum. 67 æfingar, 3 test, 9 "mótsleikir", 3 æfingaleikir, 21 frídagur. #PreSeason Lokaspretturinn
— OliK (@OKristjans) April 2, 2018