Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir klukkutíma leik á Ítalíu eftir að hafa komið Real yfir strax á 3. mínútu leiksins. Portúgalinn kórónaði svo frábæran leik sinn með því að leggja upp síðasta mark leiksins fyrir Marcelo.
Í hinum leik kvöldsins lagði Bayern Münich Sevilla að velli á Spáni. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en mistök Jesus Navas í markinu kostuðu Sevilla forystuna og Thiago Alcantara skoraði sigurmarkið sem einnig má skrifa á mistök Navas í markinu.
Öll atvikin úr báðum leikjum kvöldsins má sjá hér að neðan.
Juventus - Real Madrid 0-3