Seldist upp á 12 mínútum Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2018 06:00 Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. En Bibbi segir að þessar 12 mínútur hafi komið sér í opna skjöldu. Sjálfur var hann staddur í Bakaríinu á Húsavík að borða hádegismat þegar miðasalan hófst og hann var ekki búinn þegar nánast allir miðar voru seldir. Lalli Sig „Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira