Garcia bauð upp á köku frá eiginkonunni í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 Aðeins fyrir útvalda. Hér má sjá hópinn glæsilega sem snæddi saman í gær. twitter/themasters Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. Sigurvegari hvers árs fær nefnilega að ráða matseðlinum í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins. Í það matarboð fá aðeins að mæta fyrrum meistarar á Masters og þeir mæta að sjálfsögðu í grænu jökkunum sínum. Garcia var með alþjóðlegt salat í forrétt í gær. Í salatinu var eitthvað frá öllum þjóðlöndum þeirra sem hafa unnið mótið skemmtilega.Defending champion @TheSergioGarcia reveals his menu for tonight's Champions Dinner, including what each choice means to him. #themasterspic.twitter.com/1VFXohdOj1 — Masters Tournament (@TheMasters) April 3, 2018 Í aðalrétt var spænskur réttur þar sem uppistaðan er hrísgrjón og humar. Eftirréttabomban var svo kaka sem eiginkona Garcia, Angela, bakar reglulega fyrir hann. Garcia vildi endilega að allir hinir grænstakkarnir fengju að prófa hana. Að sjálfsögðu var svo spænskt vín á borðum. Garcia hefur beðið allt sitt líf eftir því að fá að halda þetta matarboð og hann naut sín því eðlilega vel í góðra manna hópi.Take an intimate look at the 2018 Champions Dinner. #themasterspic.twitter.com/rP8NxO6egt — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Þessi hefð byrjaði árið 1952 en hugmyndin kom frá Ben Hogan. Hefur verið boðið upp á mjög fjölbreyttan mat alla tíð síðan. Það var Þjóðverjinn Bernhard Langer sem braut matarboðið upp árið 1986 með því að hafa matseðilinn persónulegan. Var þá með vínarsnitsel og Svartaskógsköku. Skotinn Sandy Lyle var líklega ekki mjög vinsæll er hann ákvað að mæta í Skotapilsi og bjóða upp á haggis árið 1989. Er Tiger Woods varð yngsti meistarinn á Masters árið 1998 bauð hann upp á hamborgara, franskar og mjólkurhristing. „Svona er að vera ungur. Þetta er það sem við krakkarnir borðum,“ sagði Tiger léttur. Hann átti síðar eftir að bjóða upp á fajitas. Mótið hefst í beinni á Golfstöðinni á morgun en í kvöld verður sýnt beint frá par 3 keppninni. Útsending hefst klukkan 19.00. Golf Tengdar fréttir Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. Sigurvegari hvers árs fær nefnilega að ráða matseðlinum í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins. Í það matarboð fá aðeins að mæta fyrrum meistarar á Masters og þeir mæta að sjálfsögðu í grænu jökkunum sínum. Garcia var með alþjóðlegt salat í forrétt í gær. Í salatinu var eitthvað frá öllum þjóðlöndum þeirra sem hafa unnið mótið skemmtilega.Defending champion @TheSergioGarcia reveals his menu for tonight's Champions Dinner, including what each choice means to him. #themasterspic.twitter.com/1VFXohdOj1 — Masters Tournament (@TheMasters) April 3, 2018 Í aðalrétt var spænskur réttur þar sem uppistaðan er hrísgrjón og humar. Eftirréttabomban var svo kaka sem eiginkona Garcia, Angela, bakar reglulega fyrir hann. Garcia vildi endilega að allir hinir grænstakkarnir fengju að prófa hana. Að sjálfsögðu var svo spænskt vín á borðum. Garcia hefur beðið allt sitt líf eftir því að fá að halda þetta matarboð og hann naut sín því eðlilega vel í góðra manna hópi.Take an intimate look at the 2018 Champions Dinner. #themasterspic.twitter.com/rP8NxO6egt — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Þessi hefð byrjaði árið 1952 en hugmyndin kom frá Ben Hogan. Hefur verið boðið upp á mjög fjölbreyttan mat alla tíð síðan. Það var Þjóðverjinn Bernhard Langer sem braut matarboðið upp árið 1986 með því að hafa matseðilinn persónulegan. Var þá með vínarsnitsel og Svartaskógsköku. Skotinn Sandy Lyle var líklega ekki mjög vinsæll er hann ákvað að mæta í Skotapilsi og bjóða upp á haggis árið 1989. Er Tiger Woods varð yngsti meistarinn á Masters árið 1998 bauð hann upp á hamborgara, franskar og mjólkurhristing. „Svona er að vera ungur. Þetta er það sem við krakkarnir borðum,“ sagði Tiger léttur. Hann átti síðar eftir að bjóða upp á fajitas. Mótið hefst í beinni á Golfstöðinni á morgun en í kvöld verður sýnt beint frá par 3 keppninni. Útsending hefst klukkan 19.00.
Golf Tengdar fréttir Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30
Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23
Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00