Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 19:27 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til. Donald Trump Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til.
Donald Trump Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira