Kerfisbyltingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. apríl 2018 10:00 Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun