Kerfisbyltingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. apríl 2018 10:00 Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun