„Vondi kallinn“ vann Mastersmótið og þess vegna fögnuðu svo fáir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 10:30 Patrick Reed fagnar í græna jakkanum sögufræga. Vísir/Getty Patrick Reed vann í gærkvöldi Mastersmótið í golfi en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Það var samt mjög áberandi að flestir áhorfendur á Augusta vellinum héldu ekki með þessum 27 ára Bandaríkjamanni. Patrick Reed var einhvern tímann kallaður „hataðasti maðurinn í golfinu“ og hefur gengið í gegnum ýmislegt sóðalegt á sínum golferli. Hann þykir líka enginn sérstök fyrirmynd og hefur verið sakaður um svindl, þjófnað og ljótan munnsöfnuð auk þess að hann er með fjölskyldu sína út í kuldanum. Það vantar hins vegar ekki sjálfstraustið í Patrick Reed sem spilaði af miklu öryggi á lokadeginum með alla pressuna á sér. Reed kippti sér heldur ekki mikið upp við að fáir héldu með honum um helgina. Honum virðist vera nokkuð sama um álit annarra á sér og einbeitir sér bara að því að spila gott golf. Enn eitt dæmið um óvinsældir Reed um þessa helgi var að það var fagnað gríðarlega þegar Rickie Fowler, sem veitti Reed mesta keppni, náði góðu höggi inn á flötina á átjándu en skömmu seinna þegar Reed nánast gulltryggði sigur sinn með flottu höggi inn á flötina á átjándu, þá mátti heyra saumnál detta.How Patrick Reed became golf's latest villain: https://t.co/oL2hFXfsCjpic.twitter.com/zNnCAFdko2 — Deadspin (@Deadspin) April 9, 2018 Patrick Reed titlaði sig sem „Kafteinn Ameríka“ eftir hetjudáðir sínar með bandaríska Ryder-liðinu og sussaði á evrópska stuðningsmenn í Ryder-bikarnum 2014. Hrokafull framganga hans er langt frá því að vera það eina sem býr til hans slæmu ímynd. Reed var rekinn úr University of Georgia á sínum tíma eftir að hafa verið tekinn fyrir að drekka undir lögaldri og vera með fölsuð skilríki. Aðeins stuttu eftir að hann kom í Augusta State skólann var hann settur í bann frá golfliði skólans fyrir að brjóta reglur liðsins. Hann átti hins vegar eftir að vinna titilinn með Augusta State tvö ár í röð. Reed hefur einnig verið sakaður um að svindla á golfvellinum með því að spila öðrum boltum en sínum eigin en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínum í því máli. Það eru líka þesssar hrokafullu yfirlýsingar sem hafa unnið gegn honum. Árið 2014 sagðist hann vera einn af fimm bestu í heimi þrátt fyrir að hafa aldrei unnið risamót. Hann hefur líka látið út sér miður falleg og fordómafull orð um samkynhneigða. Reed er heldur ekki vinsæll innan fjölskyldu sinnar. Yngri systir hann kom fram opinberlega og kallaði hann sjálfselskan og hræðilegan ókunnugan mann og þá hefur hann slitið öllum samskiptum við móður sína og föður.Patrick Reed's life just changed forever. He will always be a Masters champion. pic.twitter.com/oV8vDChJKL — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2018 Patrick Reed hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af ímynd sinni og segir að hans starf sé að spila golf. Hann sannaði um helgina að hann er frábær kylfingur sem getur spilað vel á stærsta sviðinu. Reed hefur unnið sér inn virðingu með frammistöðu sinni á Mastersmótinu um helgina en það er enginn vafi að áhorfendur á Augusta vellinum vildu miklu frekar að Rickie Fowler, Rory McIlroy eða Jordan Spieth myndu vinna Mastersmótið í ár.Golf bad boy Patrick Reed celebrates #Masters win with wife who used to be his caddie https://t.co/UACnNPekvfpic.twitter.com/byCImweZXh — Natalie Evans (@NatalieEvans85) April 9, 2018 Golf Tengdar fréttir Barnabarn Nicklaus fór holu í höggi | Myndband Par 3 keppnin á Masters fór fram í gær. Þar voru meðal annars mættir höfðingjar eins og Jack Nicklaus. 5. apríl 2018 08:30 Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tryggði sér í dag sigur á Masters-mótinu í golfi eftir spennadi lokahring á Augusta Naitonal-vellinum. 8. apríl 2018 22:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Patrick Reed vann í gærkvöldi Mastersmótið í golfi en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Það var samt mjög áberandi að flestir áhorfendur á Augusta vellinum héldu ekki með þessum 27 ára Bandaríkjamanni. Patrick Reed var einhvern tímann kallaður „hataðasti maðurinn í golfinu“ og hefur gengið í gegnum ýmislegt sóðalegt á sínum golferli. Hann þykir líka enginn sérstök fyrirmynd og hefur verið sakaður um svindl, þjófnað og ljótan munnsöfnuð auk þess að hann er með fjölskyldu sína út í kuldanum. Það vantar hins vegar ekki sjálfstraustið í Patrick Reed sem spilaði af miklu öryggi á lokadeginum með alla pressuna á sér. Reed kippti sér heldur ekki mikið upp við að fáir héldu með honum um helgina. Honum virðist vera nokkuð sama um álit annarra á sér og einbeitir sér bara að því að spila gott golf. Enn eitt dæmið um óvinsældir Reed um þessa helgi var að það var fagnað gríðarlega þegar Rickie Fowler, sem veitti Reed mesta keppni, náði góðu höggi inn á flötina á átjándu en skömmu seinna þegar Reed nánast gulltryggði sigur sinn með flottu höggi inn á flötina á átjándu, þá mátti heyra saumnál detta.How Patrick Reed became golf's latest villain: https://t.co/oL2hFXfsCjpic.twitter.com/zNnCAFdko2 — Deadspin (@Deadspin) April 9, 2018 Patrick Reed titlaði sig sem „Kafteinn Ameríka“ eftir hetjudáðir sínar með bandaríska Ryder-liðinu og sussaði á evrópska stuðningsmenn í Ryder-bikarnum 2014. Hrokafull framganga hans er langt frá því að vera það eina sem býr til hans slæmu ímynd. Reed var rekinn úr University of Georgia á sínum tíma eftir að hafa verið tekinn fyrir að drekka undir lögaldri og vera með fölsuð skilríki. Aðeins stuttu eftir að hann kom í Augusta State skólann var hann settur í bann frá golfliði skólans fyrir að brjóta reglur liðsins. Hann átti hins vegar eftir að vinna titilinn með Augusta State tvö ár í röð. Reed hefur einnig verið sakaður um að svindla á golfvellinum með því að spila öðrum boltum en sínum eigin en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínum í því máli. Það eru líka þesssar hrokafullu yfirlýsingar sem hafa unnið gegn honum. Árið 2014 sagðist hann vera einn af fimm bestu í heimi þrátt fyrir að hafa aldrei unnið risamót. Hann hefur líka látið út sér miður falleg og fordómafull orð um samkynhneigða. Reed er heldur ekki vinsæll innan fjölskyldu sinnar. Yngri systir hann kom fram opinberlega og kallaði hann sjálfselskan og hræðilegan ókunnugan mann og þá hefur hann slitið öllum samskiptum við móður sína og föður.Patrick Reed's life just changed forever. He will always be a Masters champion. pic.twitter.com/oV8vDChJKL — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2018 Patrick Reed hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af ímynd sinni og segir að hans starf sé að spila golf. Hann sannaði um helgina að hann er frábær kylfingur sem getur spilað vel á stærsta sviðinu. Reed hefur unnið sér inn virðingu með frammistöðu sinni á Mastersmótinu um helgina en það er enginn vafi að áhorfendur á Augusta vellinum vildu miklu frekar að Rickie Fowler, Rory McIlroy eða Jordan Spieth myndu vinna Mastersmótið í ár.Golf bad boy Patrick Reed celebrates #Masters win with wife who used to be his caddie https://t.co/UACnNPekvfpic.twitter.com/byCImweZXh — Natalie Evans (@NatalieEvans85) April 9, 2018
Golf Tengdar fréttir Barnabarn Nicklaus fór holu í höggi | Myndband Par 3 keppnin á Masters fór fram í gær. Þar voru meðal annars mættir höfðingjar eins og Jack Nicklaus. 5. apríl 2018 08:30 Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tryggði sér í dag sigur á Masters-mótinu í golfi eftir spennadi lokahring á Augusta Naitonal-vellinum. 8. apríl 2018 22:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Barnabarn Nicklaus fór holu í höggi | Myndband Par 3 keppnin á Masters fór fram í gær. Þar voru meðal annars mættir höfðingjar eins og Jack Nicklaus. 5. apríl 2018 08:30
Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tryggði sér í dag sigur á Masters-mótinu í golfi eftir spennadi lokahring á Augusta Naitonal-vellinum. 8. apríl 2018 22:45