Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:49 Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum af meðferðinni á dýrinu, sem þeir telja ekki til fyrirmyndar. Vísir/Skjáskot Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira