Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:49 Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum af meðferðinni á dýrinu, sem þeir telja ekki til fyrirmyndar. Vísir/Skjáskot Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan. Mest lesið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan.
Mest lesið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira