Anna lætur sig ekki vanta á helstu sýningarnar á tískuvikunni, og hér förum við yfir dressin hennar á þeim tíma. Kápur sem ná niður fyrir hné og eru bundnar um mittið er hennar uppáhald þessa stundina, og eru þær annaðhvort köflóttar, mynstraðar eða jafnvel vínrauðar. Anna er mikið í kjólum undir kápurnar og í stígvélum við. Sólgleraugun hennar eru svo aldrei langt undan.
Hér eru dress Önnu Wintour yfir tískuvikuna.







