Enski boltinn

Alonso segir Morata ósáttan með spænska landsliðsþjálfarann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morata og Alonso fagna marki í búningi Chelsea.
Morata og Alonso fagna marki í búningi Chelsea. vísir/getty
Marcos Alonso, bakvörður Chelsea, segir að samherji hans hjá Chelsea og í spænska landsliðinu, Alvaro Morata, hafi verið mjög ósáttur að hafa ekki verið valinn í spænska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.

Morata byrjaði afar vel hjá Chelsea; skoraði átta mörk í átta leikjum eftir að hann var keyptur á fúlgur fjár frá Real Madrid. Eftir það gerðist ekki mikið og hann skoraði fyrsta markið sitt í tæpa þrjá mánuði þegar hann skoraði gegn Leicester um helgina.

Spánverjar eru að fara spila æfingarleiki við Argentínu og Þýskaland en liðið er að undirbúa sig fyrir HM í sumar. Þar er liðið með grönnum sínum í Portúgal, Íran og Marókkó í riðli í Rússlandi.

„Alvaro var ekki ánægður. Hann hefur gengið í gegnum erfiða mánuði vegna meiðsla. Hann er nú 100 prósent og skoraði um helgina,” sagði Alonso þegar ljóst var að Morata yrði ekki í landsliðshópnum.

„Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Ég vona að hann standi sig þangað til að að tímabílinu lýkur og að hann fari á heimsmeistaramótið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×