Patrekur: Maður var að gæla við fimmta til sjötta sæti Einar Sigurvinsson skrifar 21. mars 2018 23:31 Patrekur Jóhannesson vísir/vilhelm „Maður var að vonast til þess að Framararnir myndu ná jafntefli fyrst að við kláruðum okkar leik. Auðvitað hefði maður vilja taka fyrsta sæti. En ef ég tek tímabilið í heild, 22 leikir og við vinnum 17. Þetta er hrikalega flott tímabil hjá okkur.“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í lok sigurleiksins á móti Víkingum í kvöld sem tryggði liðinu 2. sæti Olís-deildarinnar. „Hvað á maður að segja, ótrúlegar framfarir hjá strákunum og að ná þessu í þessari sterku deild er bara magnað og ég bara hrósa strákunum fyrir það.“ Fyrir tímabilið var Selfossi spáð 7. sæti deildarinnar af þjálfurum og forráðamönnum liðanna og segir Patrekur að það að enda í 2. sæti sé frábært. „Ég tók við góðu liði, ég vissi það alveg. Samt sem áður var liðið tveimur stigum frá falli í fyrra og nú erum við langt frá því. Ég er hrikalega stoltur.“ Selfyssingar voru hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en ÍBV náði að lokum að klára sinn leik og vinna með því deildina. Patrekur segir að það hafi ekki verið markmið fyrir tímabilið að vera í titilbaráttu. „Ég get ekki sagt það. En maður var að gæla við það að geta lent í fimmta til sjötta sæti, kannski fjórða. Svo þegar fór að líða á og ég sá hvernig okkur gekk þá náttúrlega breytti maður markmiðunum. Það má alveg.“ Selfoss mætir Stjörnunni úrslitakeppninni næst. Patrekur tekur fram að nú hefjist ný keppni og góður árangur í síðust leikjum telja ekki neitt. „Það er bara nýtt mót og við þurfum að sanna okkur í því móti. Ég þekki það sjálfur. Ég var deildarmeistari með Haukum og lenti svo í öðru sæti í úrslitum á móti ÍBV. Svo vorum við í fyrsta sæti þar á eftir, urðum Íslandsmeistarar og unnum alla leikina í úrslitakeppninni. Maður þekkir alveg söguna en við byrjum á heimavelli sem er mjög gott,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
„Maður var að vonast til þess að Framararnir myndu ná jafntefli fyrst að við kláruðum okkar leik. Auðvitað hefði maður vilja taka fyrsta sæti. En ef ég tek tímabilið í heild, 22 leikir og við vinnum 17. Þetta er hrikalega flott tímabil hjá okkur.“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í lok sigurleiksins á móti Víkingum í kvöld sem tryggði liðinu 2. sæti Olís-deildarinnar. „Hvað á maður að segja, ótrúlegar framfarir hjá strákunum og að ná þessu í þessari sterku deild er bara magnað og ég bara hrósa strákunum fyrir það.“ Fyrir tímabilið var Selfossi spáð 7. sæti deildarinnar af þjálfurum og forráðamönnum liðanna og segir Patrekur að það að enda í 2. sæti sé frábært. „Ég tók við góðu liði, ég vissi það alveg. Samt sem áður var liðið tveimur stigum frá falli í fyrra og nú erum við langt frá því. Ég er hrikalega stoltur.“ Selfyssingar voru hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en ÍBV náði að lokum að klára sinn leik og vinna með því deildina. Patrekur segir að það hafi ekki verið markmið fyrir tímabilið að vera í titilbaráttu. „Ég get ekki sagt það. En maður var að gæla við það að geta lent í fimmta til sjötta sæti, kannski fjórða. Svo þegar fór að líða á og ég sá hvernig okkur gekk þá náttúrlega breytti maður markmiðunum. Það má alveg.“ Selfoss mætir Stjörnunni úrslitakeppninni næst. Patrekur tekur fram að nú hefjist ný keppni og góður árangur í síðust leikjum telja ekki neitt. „Það er bara nýtt mót og við þurfum að sanna okkur í því móti. Ég þekki það sjálfur. Ég var deildarmeistari með Haukum og lenti svo í öðru sæti í úrslitum á móti ÍBV. Svo vorum við í fyrsta sæti þar á eftir, urðum Íslandsmeistarar og unnum alla leikina í úrslitakeppninni. Maður þekkir alveg söguna en við byrjum á heimavelli sem er mjög gott,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira