Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira