Örn og skrambi á fyrsta hring Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2018 09:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira