Óreiða í norðurljósaferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. mars 2018 12:30 Aðstæður geta allt að því verið hættulegar í norðurljósaferðum að sögn leiðsögumanns þar sem fjöldi fólks safnast saman í kringum rútur og stóra bíla. visir/ernir Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira