Skollamergð á lokahring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 22:15 Ólafía er í fínni stöðu í Kaliforníu vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira