Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2018 19:15 „Við tökum fullan þátt í þessu samstillta átaki með Norðurlöndum og öðrum bandalagsþjóðum okkar og við gerum það í samræmi við stærð,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag hyggjast íslensk stjórnvöld, ólíkt hinum Norðurlöndunum, ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. „Þessi lönd sem þarna eru, eru auðvitað miklu fjölmennari heldur en við. Almenna reglan er þessi að þegar við vísum diplómötum úr landi þá er það sama gert hjá viðkomandi landi. Það myndi einfaldlega þýða að sendiráð okkar sem er með þrjá útsenda starfsmenn, það yrði erfitt að starfrækja það. Það er enginn að fara að loka sínum sendiráðum af þessum bandalagsþjóðum okkar.“ Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. „Við tökum þátt í þessu í samræmi við okkar stærð. Þær þjóðir sem við höfum haft samráð og samstarf við, það gerir enginn athugasemdir við það. Aðalatriðið er þetta, að ríkisstjórnin er einhuga í þessum samstilltu aðgerðum gegn rússneskum yfirvöldum og við vonum að rússnesk yfirvöld sjái að sér.“ Aðspurður hvort allur þingheimur sé á bak við þessa ákvörðun svarar Guðlaugur: „Miðað við þann fund og þau viðbrögð sem við höfum fengið í samræðum við þá þingmenn sem við höfum rætt við, ég hef líka rætt við formenn stjórnarandstöðuflokkana, þá virðist vera mjög breið samstaða um þetta mál.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við tökum fullan þátt í þessu samstillta átaki með Norðurlöndum og öðrum bandalagsþjóðum okkar og við gerum það í samræmi við stærð,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag hyggjast íslensk stjórnvöld, ólíkt hinum Norðurlöndunum, ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. „Þessi lönd sem þarna eru, eru auðvitað miklu fjölmennari heldur en við. Almenna reglan er þessi að þegar við vísum diplómötum úr landi þá er það sama gert hjá viðkomandi landi. Það myndi einfaldlega þýða að sendiráð okkar sem er með þrjá útsenda starfsmenn, það yrði erfitt að starfrækja það. Það er enginn að fara að loka sínum sendiráðum af þessum bandalagsþjóðum okkar.“ Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. „Við tökum þátt í þessu í samræmi við okkar stærð. Þær þjóðir sem við höfum haft samráð og samstarf við, það gerir enginn athugasemdir við það. Aðalatriðið er þetta, að ríkisstjórnin er einhuga í þessum samstilltu aðgerðum gegn rússneskum yfirvöldum og við vonum að rússnesk yfirvöld sjái að sér.“ Aðspurður hvort allur þingheimur sé á bak við þessa ákvörðun svarar Guðlaugur: „Miðað við þann fund og þau viðbrögð sem við höfum fengið í samræðum við þá þingmenn sem við höfum rætt við, ég hef líka rætt við formenn stjórnarandstöðuflokkana, þá virðist vera mjög breið samstaða um þetta mál.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45