Íslenska landsliðið gæti mest unnið sér inn 915 milljónir í Þjóðardeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 15:45 Íslensku strákarnir eru að búa til pening fyrir KSÍ. Vísir/Anton Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss). EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss).
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira