Íslenska landsliðið gæti mest unnið sér inn 915 milljónir í Þjóðardeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 15:45 Íslensku strákarnir eru að búa til pening fyrir KSÍ. Vísir/Anton Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss). EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss).
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira