Segir að hugmyndir um breytingar á kennaranámi muni ekki leysa kennaraskortinn Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00
Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00