Tímabærar aðgerðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar