Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 08:29 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20