„Selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 13:14 Ágúst Ólafur Ágústsson. Vísir/Stefán Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“ Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“
Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30