Enski boltinn

Jafnt í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Jafntefli varð í slag Íslendingaliðanna Horsens og Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hjörtur Hermannsson var á varamannabekknum í liði Bröndby þegar það sótti Horsens heim og kom ekkert við sögu. Kjartan Henry Finnbogason var ekki í hóp hjá Horsens.

Gestirnir frá Bröndby komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu á fyrstu mínútum seinni hálfleiksins og þar við sat.

Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, jafnt að stigum og Midtjylland.

Lið Midtjylland sótti Rúnar Alex Rúnarsson og félaga í Nordsjælland heim.

Heimamenn í Nordsjælland komust yfir í fyrri hálfleik en Jakob Poulsen náði að skora framhjá Rúnari Alex og jafna leikinn.

Nordsjælland er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir toppliðunum fyrir loka umferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×