Fyrsta umferð norsku úrvalsdeildarinnar hófst í dag og byrjaði Kristján Flóki Finnbogason með látum.
Hann skoraði fyrsta mark Start eftir aðeins sex mínútna leik gegn Trömsö. Hann skoraði þó ekki fyrsta mark tímabilsins í deildinni því Marcus Pedersen skoraði á fyrstu mínútu leiks Stromsgodset og Stabæk.
Kristján Flóki lagði svo upp mark fyrir Kevin Kabran aðeins einni mínútu seinna. Frábær byrjun hjá Start. Fyrrum FH-ingurinn var tekinn af velli eftir 80. mínútur þegar staðan var orðin 3-0 fyrir Start sem vann leikinn 4-1.
Aron Sigurðarson var einnig í byrjunarliði Start í dag og Guðmundur Andri Tryggvason var á bekknum.
Ingvar Jónsson var á bekknum hjá Sandefjörd sem tapaði 5-0 fyrir Molde.
